banner
   fös 23. mars 2018 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vináttuleikir: Brassar sýndu mátt sinn í Rússlandi
Mynd: Getty Images
Brasilíska landsliðið mætti til Rússlands í vináttulandsleik og tefldi fram gífurlega sterku byrjunarliði.

Willian og Douglas Costa byrjuðu ásamt Gabriel Jesus í framlínunni en miðjan var öll úr spænska boltanum. Þar stjórnuðu Philippe Coutinho og Paulinho, leikmenn Barcelona, leiknum með Casemiro úr Real Madrid fyrir aftan sig.

Rússar náðu að halda hreinu í fyrri hálfleik en Miranda kom Brössum yfir snemma í síðari hálfleik.

Coutinho tvöfaldaði forystu Brassa úr vítaspyrnu og innsiglaði Paulinho sigurinn með auðveldum skalla eftir laglegan undirbúning frá Willian.

Hvíta-Rússland lagði Aserbaídsjan þá að velli á meðan Finnar gerðu markalaust jafntefli við Makedóna og Kýpur gerði jafntefli við Svartfjallaland.

Senegal, sem fer á HM, gerði svo jafntefli við Úsbekístan. Sadio Mane kom ekki við sögu en Oumar Niasse lék fyrstu 66 mínúturnar.

Rússland 0 - 3 Brasilía
0-1 Miranda ('53)
0-2 Philippe Coutinho ('62, víti)
0-3 Paulinho ('66)

Senegal 1 - 1 Úsbekístan
0-1 O. Shukurov ('19, víti)
1-1 M. Konate ('63)

Finnland 0 - 0 Makedónía

Kýpur 0 - 0 Svartfjallaland


Aserbaídsjan 0 - 1 Hvíta-Rússland
0-1 M. Medvedev ('42, sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner
banner