banner
   mið 23. apríl 2014 16:50
Alexander Freyr Tamimi
Adnan Januzaj velur belgíska landsliðið (Staðfest)
Adnan Januzaj gæti verið á leið á HM.
Adnan Januzaj gæti verið á leið á HM.
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj, sóknarmaður Manchester United, hefur valið að spila fyrir belgíska landsliðið.

Þetta staðfesti landsliðsþjálfarinn Marc Wilmots á Twitter síðu sinni rétt í þessu.

,,Ég hef fengið formlega staðfestingu á því að Adnan Januzaj hefur gefið kost á sér í belgíska landsliðið út ferilinn!" skrifaði himinlifandi Wilmots á Twitter.

,,Þetta eru frábærar fréttir og ég er í skýjunum með að svona hæfileikaríkur leikmaður standi belgíska liðinu til boða."

Januzaj fæddist í Belgíu, en foreldrar hans eru frá Kosovó. Hann gat valið á milli hinna ýmsu landsliða auk Belgíu, t.a.m. Albaníu, Serbíu, Kósovó, Tyrkland og England (árið 2018).

Þessar fregnir þýða að afar líklegt sé að Januzaj sé á leið á heimsmeistaramótið í sumar með landsliði Belgíu og bætist hann í hóp frábærra leikmanna á borð við Eden Hazard, Vincent Kompany og fleiri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner