Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 23. apríl 2014 18:15
Hafliði Breiðfjörð
Doumbia í FH: Sagt að það væri brjálæði að koma hingað
Kassim Doumbia í FH búning í dag.
Kassim Doumbia í FH búning í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá fréttamannafundi þar sem Kassim var kynntur í dag.
Frá fréttamannafundi þar sem Kassim var kynntur í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er mjög ánægður með að semja við FH og tel það gott val hjá mér. Við spilum í Evrópudeildinni sem er mikilvægt fyrir mig og ég vil gera mitt besta í að hjálpa FH við að komast langt í Evrópudeildinni og gefa allt mitt svo FH verði meistarar í ár," sagði miðvörðurinn Kassim Doumbia við Fótbolta.net í dag eftir að hafa samið við FH um að leika með þeim í sumar.

Hvað hugsaðirðu þegar þú heyrðir um áhuga frá Íslandi. ,,Ég hafði aldrei komið til Íslands og svo margir segja að það sé ískalt þar og það væri brjálæði að fara hingað og spila fótbolta. Svo kom ég hingað nokkrum vikum síðar og sá að það var fínt veður hérna og fólkið hérna er mjög vingjarnlegt. Svo kom ég til FH og leikmennirnir eru svo fínir að þetta er eins og fjölskylda. Þeir sýndu mér allt og hafa hjálpað mér mikið. Þjálfarinn er líka mjög fínn."

,,Ég vissi ekkert um Ísland en vissi um einn leikmann sem ég spilaði gegn í fyrra í belgísku deildinni. Það var (Eiður Smári) Guðjohnsen sem spilar með Club Brugge og spilaði áður með Cercle. Hann er góður leikmaður sem allir vita hver er. Svo er ég kominn til Íslands núna sem er nýtt tækifæri fyrir mig."


Kassim kom til FH fyrir nokkrum vikum og tók þá tvær æfingar og spilaði einn æfingaleik og hefur núna æft einu sinni með liðinu.

,,Styrkleikinn er fínn. Ég kom í fyrradag og sá þá spila í undanúrslitunum í Lengjubikarnum gegn KR. Það var góður leikur. FH skoruðu og í byrjun seinni hálfleiks voru FH mjög góðir, þar til KR jafnaði en svo réðist þetta í vítaspyrnukeppni. Ég er ánægður með að þeir eru komnir í úrslitin og vona að ég geti spilað í úrslitaleiknum. Ég heyrði að markvörður FH í undanúrslitunum (Kristján Finnbogason) sé 42 ára, ég er hissa á hvað hann er góður. Hann er reyndur og varði tvö víti. Mér skilst að hann vilji hjálpa ungu mönnunum í liðinu."

Að lokum spurðum við Kassim hvort hann sé tilbúinn að spila í snjó.

,,Nei ekki í snjó," sagði hann og hló.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner