Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. apríl 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
„Ég var létt geggjaður“
Ragnar Bragi hefur verið í hestamennsku frá unga aldri.
Ragnar Bragi hefur verið í hestamennsku frá unga aldri.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var orðið eins og gúmmí í endann og ég gat hent mér bara í og úr lið.  Þetta var algjört djók.  Ég held að ég hafi farið sjö sinnum úr axlarlið á þremur vikum síðastliðið vor og það var ekkert annað í stöðunni en að fara í aðgerð.“
,,Þetta var orðið eins og gúmmí í endann og ég gat hent mér bara í og úr lið. Þetta var algjört djók. Ég held að ég hafi farið sjö sinnum úr axlarlið á þremur vikum síðastliðið vor og það var ekkert annað í stöðunni en að fara í aðgerð.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er mikill áhugi á unglingaliðunum og þrjár milljónir horfðu á úrslitaleik bikarsins í sjónvarpinu.  Við töpuðum 1-0 gegn Köln en það var gaman að upplifa þetta.  Í undanúrslitunum mættu hooliganarnir hjá okkur á völlinn þegar við unnum Gladbach og það var mikil stemning á vellinum.
,,Það er mikill áhugi á unglingaliðunum og þrjár milljónir horfðu á úrslitaleik bikarsins í sjónvarpinu. Við töpuðum 1-0 gegn Köln en það var gaman að upplifa þetta. Í undanúrslitunum mættu hooliganarnir hjá okkur á völlinn þegar við unnum Gladbach og það var mikil stemning á vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
,, Við vorum snarruglaðir í mínum árgangi og einn besti vinur minn fékk meðal annars tveggja mánaða bann fyrir að sparka í dómara.  Það segir mikið um okkur.  Það voru ekki alltaf allir ánægðir með hvernig við spiluðum en okkur fannst þetta gaman.
,, Við vorum snarruglaðir í mínum árgangi og einn besti vinur minn fékk meðal annars tveggja mánaða bann fyrir að sparka í dómara. Það segir mikið um okkur. Það voru ekki alltaf allir ánægðir með hvernig við spiluðum en okkur fannst þetta gaman.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
,,Ég er búinn að alast upp í hestamennsku frá því að ég var tveggja daga gamall. Þetta er ógeðslega gaman og það er fínt að hafa annað hobbí með fótboltanum.  Allir strákarnir í Fylki eru að biðja um að komast á hestbak og í staðinn fyrir að hafa golfmót hjá liðinu í sumar þá verður hestaferð.
,,Ég er búinn að alast upp í hestamennsku frá því að ég var tveggja daga gamall. Þetta er ógeðslega gaman og það er fínt að hafa annað hobbí með fótboltanum. Allir strákarnir í Fylki eru að biðja um að komast á hestbak og í staðinn fyrir að hafa golfmót hjá liðinu í sumar þá verður hestaferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nafn: Ragnar Bragi Sveinsson
Aldur: 19 ára
Staða: Sóknarmaður
Twitter: https://twitter.com/RagnarBragi

Sunnudagskvöldið 12. september árið 2010 spilaði Ragnar Bragi Sveinsson sinn fyrsta meistaraflokksleik með Fylki, þá 15 ára gamall. Hann varð um leið yngsti meistaraflokks leikmaðurinn í sögu Fylkis í efstu deild en þetta er hins vegar eini leikur hans með liðinu til þessa.

,,Það var hrikalega góð upplifun. Ég var reyndar bara inn á í fjórar mínútur, fékk boltann einu sinni og gaf hann út af,“ segir Ragnar léttur í bragði þegar hann rifjar leikinn upp.

Annar leikur Ragnars með Fylki í efstu deild verður væntanlega 4. maí næstkomandi þegar liðið heimsækir Stjörnuna. Ragnar er kominn heim á nýjan leik eftir dvöl hjá Kaiserslautern í Þýskalandi undanfarin ár. Eftir leikinn gegn Blikum 2010 æfði Ragnar af fullum krafti með meistaraflokki Fylkis en meiðsli settu strik í reikninginn veturinn 2010/2011.

Ragnar fór þó út til Kaiserslautern á reynslu eftir að njósnari félagsins sá hann spila með U17 ára landsliði Íslands og gekk síðan til liðs við félagið sumarið 2011.

,,Það eru mjög fáir sem hafa farið svona ungir til Þýskalands en akademían þar er í toppklassa. Maður er búinn að ganga í gegnum hana og býr að því. Það er mikill agi í Þýskalandi og harka,“ segir Ragnar um dvöl sína í Þýskalandi en þar bjó hann á heimavist lengst af með öðrum liðsfélögum sínum.

,,Á Íslandi spilar þú kannski á laugardegi og getur gert eitthvað með vinum þínum á laugardagskvöldi. Í Þýskalandi áttu að vera kominn heim fyrir klukkan 11. Ef þú ætlar að ná árangri þá verður að vera agi en þetta var orðið kannski svolítið mikið og menn voru orðnir pirraðir á þessu undir lokin. Menn fengu refsingar ef þeir brutu reglur og þurftu til dæmis að þrífa bíla á svæðinu en ég slapp við það.“

Öxlin orðin djók
Ragnar Bragi var í tvö ár í U19 ára liði Kaiserslautern og átti að fara upp í varalið félagsins síðastliðið sumar. Ragnar spilaði þó ekkert með varaliðinu því hann fór í aðgerð á öxl í fyrrasumar og þau meiðsli héldu honum frá keppni fram í mars á þessu ári.

,,Þetta var orðið eins og gúmmí í endann og ég gat hent mér bara í og úr lið. Þetta var algjört djók. Ég held að ég hafi farið sjö sinnum úr axlarlið á þremur vikum síðastliðið vor og það var ekkert annað í stöðunni en að fara í aðgerð.“

,,Ég var í endurhæfingu úti en það kom nýr þjálfari í varaliðið síðastliðið sumar sem fékk nýja framherja inn. Ég var með samning fram á sumar en þegar Fylkismenn fóru að tala við mig leist mér vel á það og fannst best í stöðunni að koma heim og byrja að spila. Ef maður spilar ekki fótboltaleik í níu mánuði þá verður maður létt geggjaður,“ sagði Ragnar sem stefnir aftur út í framtíðinni. ,,Það er planið. Ég ætla að standa mig fyrst hérna heima og sanna mig upp á nýtt.“

Þrjár milljónir horfðu á í sjónvarpinu
Ragnar leikur í stöðu fremsta miðjumanns eða á kantinum en hann átti góðu gengi að fagna með U19 ára landsliði Kaiserslautern sem fór meðal annars í úrslitaleik í bikarnum.

,,Það er mikill áhugi á unglingaliðunum og þrjár milljónir horfðu á úrslitaleik bikarsins í sjónvarpinu. Við töpuðum 1-0 gegn Köln en það var gaman að upplifa þetta. Í undanúrslitunum mættu hooliganarnir hjá okkur á völlinn þegar við unnum Gladbach og það var mikil stemning á vellinum,“ segir Ragnar og bætir við að stemningin á leikjum í Þýskalandi sé mögnuð.

,,Fólk verður að kíkja meira til Þýskalands á leiki þar og það má fá fleiri leiki í sjónvarpið. Ég hef farið að sjá leiki hjá Bayern, Schalke og fleiri liðum. Það er mikil ástríða og ég mæli með þýska boltanum.“

Ragnar Bragi hefur jafnað sig eftir aðgerðina og er byrjaður að spila með Fylkismönnum. Í æfingaferð liðsins á dögunum fékk Ragnar reisupassann eftir rifrildi við andstæðinga frá Spáni.

,,Ég var aðeins búinn að æsa í þessum Spánverjum. Þeir voru að brjóta á mér og ég fór að blóta þeim á móti með sömu orðum á spænsku þó að ég viti ekki hvað þau þýði. Þeir voru búnir að sparka í mig, hrinda mér og taka mig hálstaki en ég var samt sendur út af. Ég hef oft gert meira en þetta til að fara út af og Ási (Ásmundur Arnarsson) var ekkert pirraður enda hefðu andstæðingarnir verið búnir að fá 3-4 rauð spjöld í venjulegum leik.“

,,Vorum snarruglaðir í mínum árgangi“
Ragnar Bragi er alls ekki óvanur því að fá rauð spjöld en í yngri flokkunum voru oft mikil læti í leikjum Fylkis.

,, Við vorum snarruglaðir í mínum árgangi og einn besti vinur minn fékk meðal annars tveggja mánaða bann fyrir að sparka í dómara. Það segir mikið um okkur. Það voru ekki alltaf allir ánægðir með hvernig við spiluðum en okkur fannst þetta gaman,“ segir Ragnar Bragi brosandi.

,,Ég var sjálfur létt geggjaður þegar ég var yngri. Ég tala eins og ég sé orðinn eldgamall en ég er aðeins farinn að róast. Ég held að mamma sé ánægðust með það, þetta var orðið full mikið á tímabili. Ég fæ samt örugglega 1-2 spjöld í sumar. Maður verður að hafa tilfinningar í þessu, annars er ekkert gaman að þessu.“

Íslandsmeistari í hestaíþróttum
Utan vallar lætur Ragnar til sín taka í hestamennskunni en hann hefur meðal annars orðið fimm sinnum Íslandsmeistari í sínum árangri auk þess að vinna landsmót. Konráð Valur, eldri bróðir Ragnar, varð einnig heimsmeistari í Berlín í fyrra og hestamennskan er í aðalhlutverki í fjölskyldu Ragnars.

,,Öll fjölskyldan mín er í þessu og þetta er í blóðinu. Ég er búinn að alast upp í hestamennsku frá því að ég var tveggja daga gamall. Þetta er ógeðslega gaman og það er fínt að hafa annað hobbí með fótboltanum. Allir strákarnir í Fylki eru að biðja um að komast á hestbak og í staðinn fyrir að hafa golfmót hjá liðinu í sumar þá verður hestaferð,“ segir Ragnar sem hefur sjálfur tekið upp þráðinn í hestamennskunni að nýju eftir dvölina í Þýskalandi.

,,Ég er að byrja aftur að ríða út og ég fer á hverjum degi. Fótboltinn er samt í forgangi og þetta er bara með. Menn eru að keppa í hestamennsku þar til að þeir eru 55-65 ára og það var ekkert mál að leggja það aðeins til hliðar til að spila fótbolta úti,“ segir Ragnar sem hefur litlar áhyggjur af sumrinu hjá Fylki.

,,Mér líst mjög vel á þetta. Hópurinn er mjög góður og það er góður andi hjá okkur. Ég hélt áður en ég kom að það væru minni gæði þar sem við höfum misst menn. Það eru sterkir póstar farnir í Berki og Viðari og það kemur í ljós hvernig við náum að fylla þeirra skarð en ég hef engar áhyggjur af þessu,“ sagði Ragnar Bragi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner