Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. apríl 2014 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Einn virtasti blaðamaður Ítalíu segir Sanchez á leið til Juventus
Alexis Sanchez hefur fengið nóg hjá Barcelona
Alexis Sanchez hefur fengið nóg hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Gianluca Di Marzio, einn virtasti blaðamaður Ítalíu, greindi frá því á síðu sinni í gær að Alexis Sanchez hjá Barcelona væri á leið til Juventus í sumar.

Sanchez, sem er 25 ára gamall kom til Barcelona frá Udinese árið 2011 en hann hefur skorað 45 mörk í 137 leikjum fyrir félagið og lagt upp önnur 34 mörk.

Þessi landsliðsmaður Síle hefur þó verið afar óánægður með spiltímann sem hann hefur fengið á þessari leiktíð og sást það bersýnilega er hann neitaði að taka við silfurpening eftir tapið gegn Real Madrid í spænska konungsbikarnum.

Hann kallaði þá Tata Martino, þjálfara Barcelona, heigul og gekk til búningsherbergja áður en hann yfirgaf svæðið.

Di Marzio fullyrðir nú á heimasíðu sinni að Sanchez sé nú þegar búinn að komast að samkomulagi við ítalska meistaraliðið Juventus en hann mun svo skrifa undir samning við félagið í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner