Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
banner
   fim 23. apríl 2015 19:56
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn
Oliver Sigurjóns: Smá Berbatov eða Eiður Smári
Oliver átti flottan leik í dag.
Oliver átti flottan leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson lagði upp sigurmark úrslitaleiks Lengjubikarsins á fallegan hátt þegar hann átti utanfótarsendingu á Ellert Hreinsson í 1-0 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KA

„Við erum rosalega gíraðir fyrir tímabilið og erum tilbúnir að takast á við það. Við erum mjög ánægðir með að hafa tekið þessa medalíu í dag," sagði miðjumaðurinn ungi eftir leikinn.

„Við erum í flottu formi og frábær liðsheild einkennir liðið. Það er ógeðslega gaman að koma á æfingar. Við hefðum getað skorað svona fjögur mörk í fyrri hálfleik. Stundum er þetta svona en við þurfum bara að halda áfram."

„Það var smá Berbatov eða Eiður Smári í þessu," sagði Oliver um stoðsendingu sína.

Maður leiksins var Kristinn Jónsson sem var frábær í bakverðinum.

„Hann er í flottu formi og líkar mjög að krossa honum. Hann er að búa til flott færi og við þurfum að halda áfram að vinna í kringum það. Við erum mjög góðir að færa hann frá hægri yfir til vinstri og opna á hann. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel og það er glæsilegur styrkur að hafa hann í sumar."

Oliver átti góðan leik í dag og er með það markmið að festa sig í sessi í byrjunarliði Blika.

„Ef maður er sterkur og kann að bíta aðeins frá sér og er að spila vel þá er maður í liðinu. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og nú er að byggja ofan á það. Ég ætla mér að vera í byrjunarliðinu í sumar," sagði Oliver en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner