Sancho á leið til Ítalíu - Bayern í viðræðum við Chelsea - Arsenal og Man Utd á eftir leikmanni PSG
Siggi hæstánægður: Þetta eru erfiðustu sigrarnir að ná í
Andri Rúnar: Ég hefði ekki nennt öllum símtölunum frá Samma
Jökull: Ég er alveg rólegur með alla umræðu um fyrir hvað við stöndum
Davíð Smári: Sálfræði leikþáttur á hliðarlínunni hjá þjálfara annars liðsins
Halli Hróðmars: Það var farið í allar klisjurnar
Gunnar Heiðar: Missum aðeins fókus í þessum varnarhlutverkum okkar í þeim mómentum
Venni: Ef það er innan seilingar og í augnsýn þá er bjánalegt að stefna ekki á það
Hemmi: Þetta var eins og skotæfing í 90 mínútur
Bjarni Jó: Á bólakafi í fallbaráttu
Gunnar Már: Hræddur þar til hann flautaði leikinn af
Heiðdís: Stolt að vinna bikar eftir barnsburð
Berglind Björg: Skemmtilegra núna heldur en í fyrra
Sammy: Búin að vera að æfa þessa tegund af slútti
Virkilega ánægð með skiptin í Breiðablik - „Vildi vinna bikara og það hefur komið"
„,Þetta er bara geggjað, þetta er bara bilun"
Thelma Karen: Eigum endalaust inni og þetta er ekki búið
Guðni meyr: Stoltur af því að vera FH-ingur
Nik eftir sigur í úrslitaleiknum: Þetta er ótrúlegt
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
   fim 23. apríl 2015 19:56
Elvar Geir Magnússon
Lengjubikarinn
Oliver Sigurjóns: Smá Berbatov eða Eiður Smári
Oliver átti flottan leik í dag.
Oliver átti flottan leik í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson lagði upp sigurmark úrslitaleiks Lengjubikarsins á fallegan hátt þegar hann átti utanfótarsendingu á Ellert Hreinsson í 1-0 sigri Breiðabliks.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  0 KA

„Við erum rosalega gíraðir fyrir tímabilið og erum tilbúnir að takast á við það. Við erum mjög ánægðir með að hafa tekið þessa medalíu í dag," sagði miðjumaðurinn ungi eftir leikinn.

„Við erum í flottu formi og frábær liðsheild einkennir liðið. Það er ógeðslega gaman að koma á æfingar. Við hefðum getað skorað svona fjögur mörk í fyrri hálfleik. Stundum er þetta svona en við þurfum bara að halda áfram."

„Það var smá Berbatov eða Eiður Smári í þessu," sagði Oliver um stoðsendingu sína.

Maður leiksins var Kristinn Jónsson sem var frábær í bakverðinum.

„Hann er í flottu formi og líkar mjög að krossa honum. Hann er að búa til flott færi og við þurfum að halda áfram að vinna í kringum það. Við erum mjög góðir að færa hann frá hægri yfir til vinstri og opna á hann. Hann hefur staðið sig gríðarlega vel og það er glæsilegur styrkur að hafa hann í sumar."

Oliver átti góðan leik í dag og er með það markmið að festa sig í sessi í byrjunarliði Blika.

„Ef maður er sterkur og kann að bíta aðeins frá sér og er að spila vel þá er maður í liðinu. Ég er mjög ánægður með mína frammistöðu og nú er að byggja ofan á það. Ég ætla mér að vera í byrjunarliðinu í sumar," sagði Oliver en viðtalið má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner