Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. apríl 2015 22:30
Daníel Freyr Jónsson
Spahic dæmdur í þriggja mánaða bann
Emir Spahic.
Emir Spahic.
Mynd: Getty Images
Emir Spahic hefur verið dæmdur í þrigjga mánaða leikbann af þýska knattspyrnusambandinu eftir að hafa skallað gæslumann.

Atvikið átti sér stað eftir tap Bayer Leverkusen gegn FC Bayern í þýska bikarnum fyrr í mánuðinum, en Spahic var í kjölfarið rekinn frá Leverkusen.

Þessi 34 ára gamli varnarmaður mun ekki mótmæla ákvörðuninni, en hann mun að auki þurfa að greiða 20.000 evrur í sekt.

Lýsti hann strax yfir mikilli eftirsjá vegna atviksins og óskaði sínu gamla félagi góðs gengis í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner