sun 23. apríl 2017 05:55
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
England í dag - Arsenal og Man City mætast á Wembley
Jóhann Berg fær Man Utd í heimsókn.
Fær Jóhann Berg tækifæri í dag?
Fær Jóhann Berg tækifæri í dag?
Mynd: Getty Images
Undanúrslitin ensku bikarkeppninnar halda áfram í dag þegar Arsenal og Manchester City mætast.

Chelsea tryggði sér farseðilinn í úrslitin í gær og það má ekki búast við öðru en að það verði hart barist um seinni farseðilinn.

Það eru einnig tveir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni, fyrri leikurinn er viðureign Burnley og Manchester United.

Jóhann Berg Guðmundsson verður að öllum líkindum í leikmannahópi Burnley en hann er að snúa aftur eftir meiðsl. Gestirnir frá Manchester þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda ætli þeir sér að komast í topp fjóra.

Á Anfield mætast Liverpool og Crystal Palace í seinni leik dagsins.

Liverpool sem er á góðri leið með að tryggja sér Meistaradeildarsæti mæta Crystal Palace sem hafa verið á fínu skriði upp á síðkastið, Palace er á góðri leið með að bjarga sér frá falli.

Sunnudagur 23. apríl

Enska úrvalsdeildin
13:15 Burnley - Manchester United (Stöð 2 Sport)
15:30 Liverpool - Crystal Palace (Stöð 2 Sport)

Enski bikarinn
14:00 Arsenal - Manchester City (Stöð 2 Sport 2)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner