Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 23. apríl 2017 08:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Eriksen stoðsendingahæstur í Evrópu
Eriksen er búinn að eiga frábært tímabil.
Eriksen er búinn að eiga frábært tímabil.
Mynd: Getty Images
Ousmane Dembele er búinn að leggja upp 17 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá Dortmund aðeins 19 ára gamall.
Ousmane Dembele er búinn að leggja upp 17 mörk á sínu fyrsta tímabili hjá Dortmund aðeins 19 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Danski landsliðsmaðurinn Christian Eriksen hefur lagt upp flest mörk í fimm stærstu deildum Evrópu á tímabilinu 2016-17.

Eriksen hefur lagt upp 20 mörk í öllum keppnum á tímabilinu en Neymar fylgir fast á hæla hans með 19 stoðsendingar.

Eriksen lagði meðal annars upp bæði mörk Tottenham í gær í 4-2 tapi þeirra gegn Chelsea.

Gylfi Þór sem er eins og flestir vita búinn að eiga frábært tímabil á Englandi er búinn að leggja upp 12 mörk á tímabilinu og hann er því einn stoðsendingahæsti leikmaður Evrópu.

Flestar stoðsendingar í öllum keppnum 2016-17
Christian Eriksen - 20.
Neymar - 19.
Ousmane Dembele - 17.
Kevin De Bruyne - 15.
Luis Suarez - 15.
Raheem Sterling - 15.





Athugasemdir
banner
banner
banner