Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 23. apríl 2017 06:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Garðar Logi og Hrafn Aron í Hött (Staðfest)
Garðar Logi Ólafsson skrifar undir samning - á myndinni er líka Kristján Guðþórsson formaður rekstrarfélags Hattar.
Garðar Logi Ólafsson skrifar undir samning - á myndinni er líka Kristján Guðþórsson formaður rekstrarfélags Hattar.
Mynd: Höttur
Þeir Garðar Logi Ólafsson og Hrafn Aron Hrafnsson eru gengnir til liðs við Hött í 2. deildinni.

Garðar Logi spilaði 11 leiki í Inkasso deildinni með Leikni Fáskrúðsfirði og er nú genginn til liðs við Egilsstaðabúa. Garðar Logi sem er nýorðinn 19 ára spilaði sinn fyrsta leik með meistaraflokk árið 2013 og er því kominn með ágæta reynslu með meistaraflokk þrátt fyrir ungan aldur.

Hrafn Aron Hrafnsson er uppalinn örfættur Fylkismaður og var að ganga upp úr 2. flokk þar.

Báðir leikmenn hafa nú þegar spilað nokkra leiki með Hetti í Lengjubikarnum og eru klárir í leik Hattar og Sindra í Borgunarbikarnum í dag.
Athugasemdir
banner
banner