Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. apríl 2018 19:30
Elvar Geir Magnússon
Alfreð: Gott að ná nokkrum leikjum fyrir HM
Valinn í úrvalslið umferðarinnar
Alfreð átti magnaða endurkomu.
Alfreð átti magnaða endurkomu.
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðssóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason átti magnaða endurkomu um liðna helgi.

Alfreð var mættur í byrjunarlið Augsburg gegn Mainz en þetta var hans fyrsti leikur síðan í lok janúar. Hann skoraði og lagði upp í 2-0 sigri.

Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli en kom hrikalega öflugur inn í lið Augsburg og var valinn í úrvalslið umferðarinnar í þýsku deildinni.

„Ég þarf að sjá hvort ég mun geta staðið upp úr sófanum eftir að ég fæ mér sæti," sagði Alfreð kíminn við fjölmiðla eftir leikinn.

Það styttist í HM og Alfreð segir gott að ná nokkrum leikjum áður en hann heldur til Rússlands með landsliðinu.

„Sem Íslendingur hefur maður kannski bara eitt tækifæri til að spila á HM. Ég vil koma inn í mótið í besta mögulega forminu og spila stórt hlutverk í liðinu."


Athugasemdir
banner
banner