Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. apríl 2018 11:07
Magnús Már Einarsson
Halldór Jón og Óskar í ÍR á láni (Staðfest)
Óskar Jónsson í leik með ÍR í fyrra.  Hann er nú kominn aftur í Breiðholtið.
Óskar Jónsson í leik með ÍR í fyrra. Hann er nú kominn aftur í Breiðholtið.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍR hefur fengið Halldór Jón Þórðarson og Óskar Jónsson til liðs við sig á láni fyrir Inkasso-deildina í sumar. Halldór Jón kemur á láni frá Víkingi R. en Óskar kemur á láni frá Breiðabliki.

Óskar er miðjumaður sem þekkir vel til hjá ÍR því hann var á láni hjá liðinu í fyrra. Þá skoraði hann eitt mark í átján leikjum.

Óskar er 21 árs gamall en hann var á láni hjá Þór síðari hluta sumars 2016.

Halldór Jón er bakvörður sem kom til Víkings í vetur eftir að hafa leikið með Aftureldingu í fyrra. Hann hefur einnig spilað með Fram og Hetti á ferli sínum.

Báðir leikmennirnir eru löglegir með ÍR gegn Augnabliki í Borgunarbikarnum í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner