mán 23. apríl 2018 22:31
Ívan Guðjón Baldursson
Holland: Júlíus og Birkir meistarar með Heerenveen
Birkir í leik með Þór fyrir tveimur árum.
Birkir í leik með Þór fyrir tveimur árum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jong Waalwijk 2 - 4 Jong Heerenveen
0-1 J. Sanches ('15)
0-2 J. Hornkamp ('27)
1-2 Markaskorara vantar ('62)
2-2 Markaskorara vantar ('65)
2-3 C. Almpanis ('87)
2-4 J. Hornkamp ('91)

Varalið Heerenveen vann varaliðadeildina í Hollandi þriðja árið í röð og voru tveir Íslendingar í liðinu.

Birkir Heimisson er fæddur 2000 og var í banni með U19 liðinu svo hann spilaði fyrir varaliðið í staðinn.

Hann átti fínan leik og spilaði fyrstu 70 mínúturnar. Júlíus Magnússon er fæddur 1998 og er fyrirliði varaliðsins.

Heerenveen lagði varalið Waalwijk að velli 4-2 og tryggði sér þannig titilinn, enda með sjö stiga forystu þegar ein umferð er eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner