Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. apríl 2018 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Oblak gæti farið í sumar
Mynd: Getty Images
Jan Oblak hefur verið besti markvörður spænska boltans undanfarin ár og er gríðarlega eftirsóttur.

Oblak er 25 ára gamall Slóveni og hefur verið lykilmaður hjá Atletico Madrid undanfarin ár.

Atletico gerði markalaust jafntefli við Real Betis í gærkvöldi og var Oblak spurður hvort hann hyggðist yfirgefa félagið í sumar.

„Ég hef engar fréttir, ég er ennþá bundinn af samningnum sem ég skrifaði undir fyrir tveimur árum," sagði markvörðurinn að leikslokum.

„Það veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér. Ég vil enda tímabilið vel, helst með titli. Við sjáum til hvað gerist eftir tímabilið. Eins og staðan er í dag þá hugsa ég ekki um annað en Atletico enda samningsbundinn."

Atletico er í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og öðru sæti spænsku deildarinnar, fyrsta sætið er utan seilingar.

„Atletico hefur stækkað mikið undanfarin ár og það mun halda áfram að gera það. Tíminn leiðir í ljós hvort ég verði áfram eða ekki, eins og staðan er núna þá er ég hér.

„Samningurinn gildir til 2021. Ef ég verð áfram hérna þá munum við halda áfram að vaxa saman. Ef ég fer þá mun félagið halda áfram að vaxa án mín."

Athugasemdir
banner
banner
banner