Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. apríl 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Rafa: Get ekki framkvæmt kraftaverk á hverju ári
Mynd: Getty Images
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Newcastle, segist ekki geta framkvæmt kraftaverk á hverju ári til að halda liðinu í úrvalsdeildinni.

Newcastle var í fallbaráttu stærsta hluta tímabilsins en er nú búið að vinna fjóra leiki í röð og í öruggu sæti um miðja deild.

„Ég vil vera að berjast um efstu fjóru sætin. Ég vil vinna titla, ég vil vinna deildina, þar liggur metnaðurinn minn. Við erum að fara í rétta átt en ég get ekki framkvæmt kraftaverk á hverju ári," sagði Rafa.

„Það sem skiptir mestu máli er að stjórnin sé á sömu blaðsíðu og ég í þessum efnum. Ég vil færa félagið áfram, ég vil þjálfa upp leikmenn og fara eftir raunhæfri viðskiptaáætlun.

„Það er hægt að fara með þetta félag áfram, stjórnin verður að sýna stuðning og veita okkur réttu tólin til að komast af og jafnvel berjast um Evrópusæti."

Athugasemdir
banner
banner
banner