Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. apríl 2018 13:32
Elvar Geir Magnússon
Skúli Jón og Óskar Örn tæpir fyrir leik KR gegn Val
Verður Óskar ekki með gegn Val?
Verður Óskar ekki með gegn Val?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru ekki allir 100% klárir," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þegar hann var spurður að því hvernig staðan væri á hans leikmannahópi fyrir fyrstu umferð Íslandsmótsins.

KR-ingar eiga erfiðan leik gegn Íslandsmeisturum Vals á föstudagskvöldið. Sóknarleikmaðurinn Óskar Örn Hauksson og varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson hafa verið að glíma við meiðsli.

„Óskar hefur verið í veseni og er tæpur fyrir leikinn. Það sama má segja um Skúla Jón sem er að koma til baka eftir meiðsli. Hann hefur æft með okkur síðustu 10-12 daga. Hann er kannski ekki 100% klár."

„Við bíðum og sjáum hvað við getum gert í vikunni til að tjasla þeim saman. Við getum ekki verið taka neina sénsa og spila á mönnum sem eru ekki klárir í fyrsta leik. Það er langt mót framundan og margir leikir," sagði Rúnar.

Leikur Vals og KR verður klukkan 20 á Hlíðarenda á föstudagskvöldið.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner