banner
   mán 23. apríl 2018 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Íslendingarnir unnu
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 82 mínúturnar í góðum sigri Malmö gegn Brommapojkarna í sænska boltanum.

Markus Rosenberg kom Malmö yfir undir lok fyrri hálfleiks. Bajram Ajeti jafnaði úr vítaspyrnu í síðari hálfleik en Rosenberg kom heimamönnum aftur yfir. Soren Rieks gerði svo út um leikinn á lokakaflanum.

Jón Guðni Fjóluson og Guðmundur Þórarinsson léku allan leikinn í liði Norrköping sem hafði betur gegn Sirius.

Hinir efnilegu Arnór Sigurðsson og Alfons Sampsted voru á bekk Norrköping. Arnór fékk að spreyta sig síðasta stundarfjórðunginn.

Malmö er með átta stig eftir fimm umferðir, fimm stigum eftir toppliði Hammarby. Norrköping er í þriðja sæti með tíu stig.

Malmö 3 - 1 Brommapojkarna
1-0 Markus Rosenberg ('40)
1-1 Bajram Ajeti ('63, víti)
2-1 Markus Rosenberg ('70)
3-1 Soren Rieks ('85)

Norrköping 1 - 0 Sirius
1-0 David Moberg Karlsson ('52)
Athugasemdir
banner
banner
banner