Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 23. apríl 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Túfa: Tjöldum fyrir framan Egilshöll og spilum þrjá leiki
Túfa á hliðarlínunni.
Túfa á hliðarlínunni.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA byrjar fótboltasumarið á þremur leikjum á höfuðborgarsvæðinu á rúmri viku en tveir af þessum leikjum fara fram í Egilshöllinni.

Fyrstu leikir KA
28. apríl Fjölnir - KA (Egilshöll)
1. maí Haukar - KA (Gaman-ferða völlurinn)
6. maí Fylkir - KA (Egilshöll)

„Ég held að við tjöldum fyrir utan Egilshöllina og spilum þrjá útileiki á einni viku," sagði Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA léttur í bragði. „Við höfum spilað alla leiki í vetur innanhús. Það kemur bikarleikur þarna á milli og hann er líka á gervigrasi."

„Ég var um helgina í bænum til að horfa á Fjölni og safna upplýsingum fyrir fyrsta leik. Þú getur ekki valið hvaða lið þú mætir fyrst og ég býst við hörkuleik á móti góðu Fjölnisliði."

Guðmann Þórisson byrjar fyrstu tvo leikina í banni og vinstri bakvörðurinn Milan Joksimovic verður ekki með í byrjun sumars.

„Sá eini sem er meiddur og missir af byrjun móts er vinstri bakvörðurinn Milan. Steinþór Freyr (Þorsteinsson) er að koma til og verður klár. Við erum klárir og bíðum spenntir eftir að mótið byrjar," sagði Túfa.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner