Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. apríl 2018 15:39
Magnús Már Einarsson
Valmir Berisha í Fjölni (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Fjölnir hefur fengið sóknarmanninn Valmir Berisha á láni frá norska félaginu Álasund. Lánssamningurinn gildir til 19. júlí með möguleika á framlengingu út tímabilið.

Berisha var á skotskónum í 3-2 tapi Fjölnis gegn Fylki í æfingaleik um helgina en hann spilaði einnig í æfingaleik gegn Breiðabliki um þarsíðustu helgi.

Berisha var markahæstur á HMU17 þegar sænska liðið fékk bronsið 2013. Hann fékk í kjölfarið samning við Roma en lék ekki fyrir liðið. Meistaraflokksferill hans hefur ekki náðst á flug.

Berisha náði ekki að skora í 23 leikjum í norsku úrvalsdeildinni í fyrra.

Fjölnismenn hefja leik í Pepsi-deildinni á laugardag þegar þeir mæta KA en leikurinn verður í Egilshöllinni þar sem aðalvöllur félagsins er ekki í góðu standi.




Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner