Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 23. apríl 2018 14:04
Magnús Már Einarsson
Víkingar vonast til að fá tvo markverði fyrir fyrsta leik
Logi Ólafsson þjálfari Víkings.
Logi Ólafsson þjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R., vonast til að félagið fái tvo nýja markverði til liðs við sig áður en liðið hefur leik í Pepsi-deildinni gegn Fylki á laugardagskvöld.

Róbert Örn Óskarsson varði mark Víkings í fyrra en hann verður ekki með í sumar vegna meiðsla.

Víkingar vinna nú í að fá leikheimild fyrir danska markvörðinn Andreas Larsen og senegalska markvörðinn Serigne Mor Mbay.

Larsen var með Víkingi í æfingaferð í Tyrklandi á dögunum á meðan Serigne hefur æft með liðinu í vetur.

„Þetta gengur fljótt fyrir sig þegar það byrjar. Það liggja allir pappírarar fyrir en við erum háðir útlendingastofnun að einhverju leyti. Þetta hefur ekki alltaf gengið hratt fyrir sig þar en við vonum að það geri það núna," sagði Logi við Fótbolta.net í dag.

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Athugasemdir
banner
banner