lau 23. maí 2015 15:01
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Úrslit.net 
3. deild: Reynir S. með stóran útisigur á Berserkjum
Berserkir eru án stiga í deildinni enn sem komið er
Berserkir eru án stiga í deildinni enn sem komið er
Mynd: Ómar Ingi Guðmundsson
Berserkir 1-6 Reynir S.
0-1 Margeir Felix Gústavsson ('9)
0-2 Þorsteinn Þorsteinsson ('43)
0-3 Jóhann Magni Jóhannsson ('60)
1-3 Markaskorari óþekktur ('70)
1-4 Jóhann Magni Jóhannsson ('75)
1-5 Margeir Felix Gústavsson ('79)
1-6 Sindri Lars Ómarsson ('88)

Einn leikur var að klárast í 3. deild karla rétt í þessu, en Reynir Sandgerði lögðu þar Berserki af velli, 6-1 á Víkingsvelli.

Það voru Margeir Felix Gústavsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Sindri Lars Ómarsson og Jóhann Magni Jóhannsson sem skoruðu mörk Reynismanna í leiknum en Jóhann og Margeir settu tvö mörk.

Þrír aðrir leikir eru í dag, en leikur Kára og Einherja er í gangi í Akraneshöllinni rétt í þessu þar sem staðan er 1-1 þegar þetta er skrifað og þá mætast KFS og KFR núna kl 15 á Þórsvelli. Á Húsavík mætast síðan Völsungur og Magni frá Grenivík klukkan 16:00.

Þessi úrslit þýða að Reynir Sandgerði vinna sín fyrstu stig í sumar, en þeir töpuðu fyrsta leik tímabilsins 3-1 heima gegn Völsungi í fyrstu umferðinni á meðan Berserkir biðu lægri hlut á útivelli gegn KFR, 1-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner