Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2015 13:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: BBC Sport 
Ancelotti vill vera áfram með Real Madrid
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid er valtur í sessi hjá félaginu þar sem það er ljóst að þeir vinna ekki titil í ár.

Að vinna ekki titil á tímabili er illa liðið hjá liði eins og Real Madrid, þar sem ströng sigurhefð er í klúbbnum en þrátt fyrir það vonast Carlo Ancelotti til þess að vera áfram með liðið.

Ancelotti skrifaði undir þriggja ára samning við félagið þegar hann kom til liðsins fyrir tveimur árum og á því eitt ár eftir af samningi sínum, en Rafael Benitez hefur verið orðaður við starfið.

„Ég er með sjálfstraustið og óska þess að vera áfram því mér líkar við klúbbinn, leikmennina og borgina. Ef ég held ekki áfram mun ég hafa eytt tveimur frábærum árum hér og hvort þeirra fóru á sitt hvorn vegin og ég í aðra átt."

„Við höfum átt góðar stundir, mögulega eina af þeim hamingjusömustu í sögu Real Madrid. Ég verð ekki leiður þar sem ég hef þá tilfinningu að ég gerði allt sem ég gat"

Athugasemdir
banner
banner