Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
   lau 23. maí 2015 17:16
Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Ingólfs: Kristján Ómar hefði átt að fá rautt
Ásgeir í fyrstu umferðinni gegn Fjarðabyggð.
Ásgeir í fyrstu umferðinni gegn Fjarðabyggð.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Fyrstu þrjú stigin eru komin í hús, það er gott," sagði Ásgeir Ingólfsson fyrirliði Grindavíkur eftir 2-0 sigur á Gróttu í 1. deildinni í dag en liðið hafði tapað fyrir Fjarðabyggð og Haukum í fyrstu tveimur leikjunum og unnið svo Þrótt Vog í bikarnum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  0 Grótta

„Mér fannst við eiga þetta fullkomnlega skilið. Mér fannst þeir aldrei ógna okkur og við fá nokkur góð færi. 2-0 sigur er þokkalega sanngjarnt."

Eftir að hafa tapað fyrir Fjarðabyggð heima í fyrstu umferðinni og svo gegn Haukum úti í annarri var mikilvægt fyrir Grindavík að vinna leikinn í dag.

„Við höfðum átt tvo fína leiki en að tapa þeim og vera með 0 stig úr fyrstu tveimur, þá vorum við svolítið komnir með bakið upp við vegg. Við þyrftum að fá þrjú stig og mér fannst frammistaðan hjá liðinu góð í dag og þrjú stigin voru sannarlega góð í dag."

Ásgeir lenti í smá deilum við Kristján Ómar Björnsson fyrrverandi liðsfélaga sinn í Haukum í leiknum í dag sem endaði á að sá síðarnefndi henti boltanum í hann.

„Ég þekki Kristján Ómar vel og ég held að öll stúkan hafi séð þegar hann grýtti sér niður þarna. Ég bauðst til að hjálpa honum upp og hann kastaði boltanum. Hann hefði átt að fá gult spjald fyrir það, svo braut hann seinna í leiknum og fékk gult. Hann hefði með réttu átt að fá rautt spjald í þessum leik."
Athugasemdir
banner
banner