Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 23. maí 2015 07:30
Stefán Haukur
Brendan Rodgers: Ég er 150% viss um að ég verði áfram hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers segist vera
150% viss um að hann verði áfram hjá Liverpool þrátt fyrir vonbrigði á þessu tímabili.

Liðið situr í fimmta sæti deildarinnar en á síðasta tímabili voru þeir í öðru sæti rétt á eftir Manchester City sem vann meistaratitilinn.

„Allt tímabilið hef ég verið í góðu sambandi við eigandana. Ég mun tala við þá eftir tímabili eins og í fyrra og eins og ég hef gert allt tímabilið. Ég er 150% viss um að ég verði hér á næsta ári."

Rodgers telur að þetta tímabil hafi hjálpað honum sem stjóra þrátt fyrir að hafa dottið snemma úr Meistaradeildinni og svekkjandi tap gegn Aston Villa í FA bikarnum.

„Ég held að maður þroskist sem þjálfari," bætti hann við. „Á hverju ári þegar
þú ferð yfir það sem þú hefur afrekað á liðnu tímabili lærir þú eitthvað og vonar að þú getir gert betur á næsta tímabili."


Athugasemdir
banner
banner
banner