Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   lau 23. maí 2015 12:30
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: Football Italia 
Essien til Panathinaikos?
Mynd: Getty Images
Michael Essien, miðjumaður Milan, er orðaður við brottför frá ítalska liðinu til gríska liðsins Panathinaikos.

Essien kom til Milan fyrir tveimur árum en hefur mistekist að standa undir væntingum, líkt og Milan liðið í heild sinni, sem situr í 10. sæti í Serie A þegar tvær umferðir eru eftir og munu ólíklega enda ofar.

Samningur Essien rennur út í sumar en Panathinaikos eru tilbúnir að bjóða honum 1,1 milljón evra á hvert tímabil, með möguleika á 400 þúsund evra bónusum.

Essien verður 33 ára á árinu, en hann vakti fyrst alvöru athygli þegar hann sýndi góðar frammistöður hjá Lyon frá 2003-2005 og var keyptur til Chelsea, þar sem ferill hans átti eftir að dala nokkrum árum seinna vegna þrálátra meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner