Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 23. maí 2015 18:23
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Juve vann Napoli - Roma í Meistaradeildina
Leikmenn Juventus fagna í dag.
Leikmenn Juventus fagna í dag.
Mynd: Getty Images
Juventus 3 - 1 Napoli
1-0 Roberto Pereyra ('13 )
1-1 David Lopez ('50 )
1-1 Lorenzo Insigne ('50 , Misnotað víti)
2-1 Stefano Sturaro ('77 )
3-1 Simone Pepe ('90 , víti)
Rautt spjald: Miguel Britos, Napoli ('90)

Ítalíumeistarar Juventus unnu í næst síðustu umferð í ítölsku A-deildinni. Liðið vann Napoli 3-1 þrátt fyrir að hvíla marga lykilmenn. Leikmenn Juve munu ganga hægt um gleðinnar dyr í kvöld enda framundan úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í næsta mánuði.

Þessi úrslit þýða að Roma hefur innsiglað sæti í Meistaradeildinni, fer að minnsta kosti í undankeppnina.

Ef Lazio fær stig gegn Roma á mánudag þá verður Napoli úr leik í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner