Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   lau 23. maí 2015 17:31
Elvar Geir Magnússon
Heimild: mbl.is 
Leikurinn gegn Tékkum í hættu vegna verkfalls
Geir Þorsteinsson.
Geir Þorsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsleikur Íslands og Tékklands í undankeppni EM er í hættu ef til verk­falla flugaf­greiðslu­manna kem­ur hinn 6. júní. Leikurinn er fyrirhugaður 12. júní.

Geir Þor­steins­son, formaður KSÍ, seg­ir við mbl.is að verk­fallið sé mikið áhyggju­efni.

„Tékk­arn­ir tóku þúsund miða og þeir hafa selt megnið af þeim. Þetta fólk kemst ekk­ert ef hér verður verk­fall og leik­menn ekki held­ur."

„Það eru bara fjór­ir leik­dag­ar sem fé­lög­in leyfa leik­mönn­um Íslands að fara í lands­leiki og við erum að spila á þess­um dög­um. Daga­talið er full­bókað,“ seg­ir Geir við mbl.is.

Hann seg­ir að UEFA sé meðvitað um stöðu mála og það þurfi að treysta á vel­vilja klúbb­anna ef það á að fá annan leikdag.
Athugasemdir
banner
banner