Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. maí 2015 20:22
Magnús Már Einarsson
Spánn: Real endaði á markaveislu - Ödegaard spilaði
Ronaldo skoraði 48 á mörk á tímabilinu.
Ronaldo skoraði 48 á mörk á tímabilinu.
Mynd: EPA
Real Madrid 7 - 3 Getafe
1-0 Cristiano Ronaldo ('13 )
1-1 Sergio Escudero ('22 )
1-2 Diego Castro ('26 )
2-2 Cristiano Ronaldo ('32 )
3-2 Cristiano Ronaldo ('34 , víti)
3-3 Pedro Leon ('42 )
4-3 Javier Hernandez ('47 )
5-3 James Rodriguez ('51 )
6-3 Jese ('71 )
7-3 Marcelo ('90 )

Real Madrid burstaði Getafe 7-3 í lokaumferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Cristiano Ronaldo skoraði þrennu og endaði því með 48 mörk í spænsku úrvalsdeildinni, fjórum meira en Lionel Messi.

Norska undrabarnið Martin Ödegaard spilaði sinn fyrsta leik með aðalliði Real Madrid en hann kom inn á fyrir Ronaldo á 58. mínútu.

Real Madrid endaði í 2. sæti í spænsku úrvalsdeildinni á tímabilinu, tveimur stigum á eftir toppliði Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner