Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 23. maí 2015 21:00
Eyþór Ernir Oddsson
Heimild: SkySports 
Terry ekki viss hvort hann vilji stýra liði
Mynd: Getty Images
John Terry, fyrirliði Chelsea segir að hann sé hrifinn af þeirri hugmynd að verða knattspyrnustjóri eftir að ferlinum lýkur en segir að hann sé ekki viss um að það sé hans framtíðarsýn.

Terry, sem er 34 ára gamall hefur spilað allan ferilinn með Chelsea, en hann fór á lán til Nottingham Forest og spilaði þar sex leiki árið 2000.

„Ég er að vinna mér inn gráðurnar þessa stundina. Þetta tekur tíma, þetta er erfitt á þessari stundu meðan ég er enn að spila og á ekki marga frídaga"

„En þetta er að koma og þetta er eitthvað sem ég hef verið að líta á að gera, en ég er ekki viss. Ég hafði áhuga fyrir þremur eða fjórum árum. Ég veit ekki hvort ég vilji vera inn í þessu á hverjum degi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner