Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 23. maí 2015 17:00
Eyþór Ernir Oddsson
Þýskaland: Hamburg í umspil - Dortmund í forkeppni Evrópudeildar
Kagawa var á skotskónum fyrir Dortmund í dag
Kagawa var á skotskónum fyrir Dortmund í dag
Mynd: Getty Images
Lewandowski fagnar marki sínu í dag
Lewandowski fagnar marki sínu í dag
Mynd: Getty Images
Mkhitaryan fagnar einnig sínu marki gegn Werder Bremen
Mkhitaryan fagnar einnig sínu marki gegn Werder Bremen
Mynd: Getty Images
Síðasta umferð þýsku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag, en lið Hamburg fer í umspil um áframhaldandi þátttöku í deildinni eftir 2-0 sigur á Schalke 04.

Lítil líflína var fyrir Hamburg fyrir leikinn en Hertha Berlin heldur sæti sínu í deildinni á markatölu þrátt fyrir ósigur á útivelli gegn Hoffenheim.

Hamburg mætir liðinu í þriðja sæti í B-deildinni í umspili um hvort liðið verði í efstu deild næsta tímabil.

Freiburg og Paderborn eru því fallin úr þýsku úrvalsdeildinni, Bayern Munchen sigrar deildina eins og löngu er vitað með tíu stiga forystu.

Lið Wolfsburg og Gladbach fara beint í riðlakeppni Meistaradeildar en þau enduðu í 2. og 3. sæti deildarinnar, meðan að Leverkusen fer í umspilsleik.

Augsburg fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar eftir að hafa endað í 5. sæti, Schalke endar í 6. sæti og fer í umspil um sæti í Evrópudeildinni og Dortmund, sem endar í 7. sæti, fer í 3. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar.

Bayern 2 - 0 Mainz
1-0 Robert Lewandowski ('25 , víti)
2-0 Bastian Schweinsteiger ('48 )

Borussia D. 3 - 2 Werder
1-0 Shinji Kagawa ('15 )
2-0 Pierre Emerick Aubameyang ('17 )
2-1 Levin Oztunali ('26 )
3-1 Henrikh Mkhitaryan ('42 )
3-2 Theodor Gebre Selassie ('85 )

Borussia M. 1 - 3 Augsburg
1-0 Raffael ('36 )
1-1 Pierre-Emile Hojbjerg ('72 )
1-2 Tim Matavz ('77 )
1-3 Sascha Molders ('90 )
Rautt spjald:Havard Nordtveit, Borussia M. ('61)

Hoffenheim 2 - 1 Hertha
1-0 Anthony Modeste ('8 )
1-1 Roy Beerens ('72 )
2-1 Roberto Firmino ('80 )

Hannover 2 - 1 Freiburg
1-0 Hiroshi Kiyotake ('3 )
2-0 Pavel Krmas ('84 , sjálfsmark)
2-1 Nils Petersen ('90 )

Eintracht Frankfurt 2 - 1 Bayer
1-0 Haris Seferovic ('4 )
1-1 Karim Bellarabi ('6 )
2-1 Alexander Madlung ('39 )

Hamburger 2 - 0 Schalke 04
1-0 Ivica Olic ('49 )
2-0 Slobodan Rajkovic ('58 )

Cologne 2 - 2 Wolfsburg
1-0 Yuya Osako ('3 )
1-1 Luiz Gustavo ('8 )
1-2 Ivan Perisic ('15 )
2-2 Robin Knoche ('61 , sjálfsmark)

Paderborn 1 - 2 Stuttgart
1-0 Marc Vucinovic ('4 )
1-1 Daniel Didavi ('36 )
1-2 Daniel Ginczek ('72 )
Athugasemdir
banner
banner
banner