Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 23. maí 2016 14:00
Magnús Már Einarsson
Alfreð: Þurfum að læra af EM U21 árs liða
Icelandair
Alfreð í leik á EM U21 árs landsliða í Danmörku árið 2011.
Alfreð í leik á EM U21 árs landsliða í Danmörku árið 2011.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Alfreð Finnbogason, framherji íslenska landsliðsins, segir að margir leikmenn í hópnum geti notað reynslu frá EM U21 árs landsliða árið 2011 til undirbúnings fyrir EM í sumar.

Spennustigið var hátt hjá leikmönnum U21 árs landsliðsins þegar þeir fóru á EM U21 árs landsliða árið 2011. Liðið tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum á mótinu og datt út þrátt fyrir að hafa unnið gestgjafi Dana 3-1 í síðasta leik.

„Á EM í Danmörku þá voru menn klárlega alltof spenntir og náðu aldrei sínu fram fyrr en í síðasta leik þegar var engin von. Við þurfum að læra af þeirri reynslu og stilla spennustigið rétt," sagði Alfreð í viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Við erum allir þroskaðari og höfum tekið mörg skref á okkar ferli. Við höfum farið í gegnum vonbrigði og góða tíma og menn hafa lært af því. Kjarninn í hópnum er sá sami, 8-10 leikmenn, og við þekkjumst vel."

Leikir Íslands á EM U21 árið 2011
11. júní Ísland 0 - 2 Hvíta-Rússland
14. júní Ísland 0 - 2 Sviss
18. júní Ísland 3 - 1 Danmörk

Sjá einnig:
Alfreð: Sé mig í þessari deild næstu árin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner