Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. maí 2016 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Skildu jöfn í toppslagnum á Stjörnuvelli
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stjarnan 1 - 1 FH
0-1 Emil Pálsson ('39)
1-1 Hilmar Árni Halldórsson ('87)

Stjarnan fékk Íslandsmeistara FH í heimsókn í kvöld. Um toppslag var að ræða og var leikurinn í járnum fyrsta hálftímann.

Gestirnir úr Hafnarfirðinum voru talsvert betri undir lok fyrri hálfleiks og fengu nokkur góð færi áður en Emil Pálsson gerði fyrsta markið eftir hornspyrnu frá Jonathan Hendrickx.

Bæði lið komust nálægt því að skora í síðari hálfleik en það var ekki fyrr en á 87. mínútu sem heimamönnum tókst að gera jöfnunarmarkið.

Baldur Sigurðsson átti þá magnaða hælspyrnu sem fór til Hilmars Árna Halldórssonar sem kláraði vel.

Stjarnan er sem fyrr eina taplausa lið deildarinnar, með 11 stig eftir 5 umferðir. FH fylgir með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner