Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 23. maí 2016 18:30
Magnús Már Einarsson
Robinson hafnaði boði um að taka við Leeds
Karl Robinson.
Karl Robinson.
Mynd: Getty Images
Karl Robinson hefur hafnað boði um að taka við liði Leeds United eftir að hafa fundað með Massimo Cellino, eiganda félagsins.

Robinson hefur undanfarin ár stýrt MK Dons en liðið féll úr Championship deildinni í vor eftir að hafa komist upp í fyrra.

Leeds ætlar núna að reyna að fá Darrell Clarke, stjóra Bristol Rovers, til að taka við.

Hinn skrautlegi Steve Evans var ráðinn stjóri Leeds í október í fyrra.

Evans er ennþá í starfi hjá Leeds en ljóst þykir að Cellino muni skipta honum út á næstunni. Cellino hefur verið duglegur að skipta um stjóra undanfarin ár en nýr stjóri verður sá sjöundi hjá félaginu á síðustu tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner