Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. maí 2016 19:56
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Malmö á toppinn - Viðar og Birkir skoruðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn Kjartansson skoraði í 2-0 sigri Malmö í dag og er liðið komið á topp sænsku deildarinnar með 24 stig eftir 11 umferðir.

Markus Rosenberg kom heimamönnum í Malmö yfir strax á sjöundu mínútu og var Viðar Örn búinn að tvöfalda forystuna fimm mínútum síðar. Kári Árnason lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Malmö.

Hjörtur Hermannsson lék allan tímann er Gautaborg lagði Hammarby að velli. Hjálmar Jónsson var allan tímann á bekk heimamanna.

Þrír Íslendingar voru í byrjunarliði gestanna frá Hammarby og komst hægri bakvörðurinn Birkir Már Sævarsson á blað.

Auk Birkis vöru Arnór Smárason og Ögmundur Kristinsson í byrjunarliðinu en gátu þeir ekki komið í veg fyrir yfirburði heimamanna.

Gautaborg er með 18 stig eftir sigurinn og Hammarby er við fallsvæðið með 10 stig.

Malmö 2 - 0 Falkenberg
1-0 Markus Rosenberg ('7)
2-0 Viðar Örn Kjartansson ('12)

Göteborg 2 - 1 Hammarby
1-0 M. Smedberg ('7)
2-0 M. Boman ('67)
2-1 Birkir Már Sævarsson ('87)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner