Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 23. maí 2016 19:48
Ívan Guðjón Baldursson
Van Gaal rekinn frá Man Utd (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenski stjórinn Louis van Gaal hefur verið rekinn frá Manchester United þrátt fyrir að vinna enska bikarinn um helgina.

Búist var við því að Hollendingurinn yrði rekinn enda gríðarlega óvinsæll á Old Trafford. Jose Mourinho er talinn langlíklegasti eftirmaðurinn.

„Það hefur verið mikill heiður að stýra svona stórkostlegu félagi. Mig hefur alltaf langað til að stýra Manchester United," sagði Van Gaal.

„Ég er virkilega stoltur af því að hafa tryggt tólfta FA bikarinn í sögu félagsins. Gegnum ferilinn hef ég unnið 20 titla en að vinna FA bikarinn verður að teljast sem eitt af mínum fremstu afrekum.

„Ég er svekktur að fá ekki að stýra félaginu út samninginn vegna þess að nú hefur félagið allt sem þarf til að gera góða hluti. Innviðirnir hafa verið lagaðir.

„Ég vil þakka öllum fyrir samstarfið og óska öllum innan félagsins góðs gengis á komandi tímum."

Athugasemdir
banner
banner