Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. maí 2017 20:00
Stefnir Stefánsson
Valverde hættur með Bilbao - Á leið til Barcelona?
Allt bendir til að Valverde sé á leið til Barcelona
Allt bendir til að Valverde sé á leið til Barcelona
Mynd: Getty Images
Athletic Bilbao hafa sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að Ernesto Valverde, stjóri liðsins, muni ekki koma til með að stýra liðinu á næsta leiktímabili. Þetta rennir stoðum undir þær sögusagnir sem að hann sé að taka við Barcelona af Luis Enrique.

Valverde hefur verið við stjórnvölin hjá Bilbao síðan 2013 en liðið endaði í sjöunda sæti spænsku deildarinnar á nýafstöðnu leiktímabili.

Barcelona eiga enn eftir að tilkynna hver mun taka við liðinu af Luis Enrique en þeir höfðu áður gefið það út að þeir muni tilkynna nýjann stóra þann 29. maí næstkomandi.

Valverde hafði verið talinn líklegastur til að taka við stjórnartaumunum á Nývangi og þessi tilkynning hjá Bilbao rennir því, eins og áður sagði, stoðum undir þær sögusagnir.

Valverde hefur áður þjálfað Valencia og Villarreal á þjálfaraferli sínum en hann lék með Barcelona á sínum tíma þar sem hann vann meðal annars spænska konungsbikarinn og Ofurbikar Uefa.

Það verður að teljast ansi líklegt að hann sé því nú að taka við Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner