Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 23. maí 2017 22:20
Stefnir Stefánsson
Yaya Toure og umboðsmaður hans leggja fórnarlömbum lið
Góðhjartaður
Góðhjartaður
Mynd: Getty Images
Yaya Toure og umboðsmaður hans, Dimitri Seluk, hafa ákveðið að gefa 100 þúsund pund til að aðstoða fórnarlömb og fjölskyldur þeirra sem lentu í hryðjuverkaárásinni í Manchester í fyrrakvöld.

22 manns létu lífið og að minnsta kosti 59 særðust þegar sprenging varð á tónleikum hjá Ariana Grande í Manchester í fyrrakvöld. Þar af var stór hluti fórnarlambanna börn.

Yaya Toure fannst hann knúinn til þess að styðja við fjölskyldur fórnarlambanna eftir að hann heyrði fréttir af árásinni.

Í gærmorgun setti miðjumaðurinn inn færslu á Twitter þar sem hann lýsti tilfinningum sínum yfir fréttum af atburðinum. En hann skrifaði „Hræðilegar fréttir af árásinni í Manchester. Hugur minn er hjá fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra."

Toure frétti af því að átta ára gömul stelpa sem var stuðningsmaður Manchester City hafi látið lífið og ákvað hann þá að hann yrði að leggja sitt að mörkum.

„Fréttir þess efnis að átta ára stelpa hafi farið á tónleikana til að sjá uppáhalds tónlistakonuna sína spila og hafi ekki lifað af til að skila sér heim er of mikið fyrir okkur að afbera." sagði Dimitri Seluk umboðsmaður Toure.

„Okkur Yaya langar að hjálpa. Við ræddum saman í morgun um atburðinn og hann spurði mig hvað við gætum gert." hélt Seluk áfram.

„Við höfum því ákveðið að gefa 50 þúsund pund hvor til að hjálpa fórnarlömbum árásarinnar og fjöskyldum þeirra. Það skiptir okkur engu máli hvort að fórnarlömbin séu frá Manchester-borg eða ekki."

„Fyrir okkur sem erum svo heppnir að fá að starfa í kringum fótboltann. Er einungis til komið vegna örlæti fólksins sem fylgist með." hélt Seluk áfram.

„Yaya er frá Fílabeinsströndinni og ég er rússi. Það skiptir engu máli. Í dag er tækifæri fyrir okkur til að láta gott af okkur leiða og borga til baka." sagði Seluk sem sagði einnig að hann ætti átta ára gamlan son og hann gæti vart ímyndað sér hvernig honum liði ef að sonur hans hefði verið einn fórnarlambanna.

21 þúsund manns voru mættir á tónleikana þar á meðal var Pep Guardiola stjóri City ásamt konu hans og tveimur dætrum, þau sluppu öll ómeidd.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner