Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. maí 2018 21:00
Ingólfur Stefánsson
Afleitt gengi Emery gegn Guardiola og Mourinho
Mynd: Arsenal
Unai Emery nýráðinn stjóri Arsenal hefur ekki enn tekist að sigra Pep Guardiola og Jose Mourinho í 15 tilraunum á ferli sínum.

Emery tók við Arsenal í dag eftir tvö ár hjá PSG í Frakklandi. Þessi 46 ára Spánverji hefur unnið Evrópudeildina þrisvar sinnum á ferlinum en gengi hans gegn öðrum topp stjórum ensku úrvalsdeildarinnar gæti verið áhyggjuefni.

Emery hefur áður þjálfað auk PSG, hjá Sevilla, Spartak Moskvu, Valencia og Almeria. Hann hefur mætt Pep Guardiola 10 sinnum á ferlinum og gert fjögur jafntefli en tapað sex.

Á móti Mourinho hefur hann tapað fjórum af fimm viðureignum og gert eitt jafntefli.

Hann hefur þó náð ágæti árangri gegn Mauricio Pochettino hjá Tottenham en af 7 viðureignum þeirra hefur hann unnið 4 og einungis tapað 1. Þá vann hann í eina skiptið sem hann hefur mætt Jurgen Klopp stjóra Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner