mið 23. maí 2018 14:00
Magnús Már Einarsson
Benítez: Núverandi Liverpool lið er betra en 2005 liðið
Benítez stýrði Liverpool til sigurs í Istanbul 2005.
Benítez stýrði Liverpool til sigurs í Istanbul 2005.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez, stjóri Liverpool, segir að núverandi hópur Liverpool sé betri en hópurinn sem vann Meistaradeildina undir hans stjórn árið 2005.

Benítez stýrði Liverpool til sigurs í eftirminnilegum úrslitaleik í Istanbul árið 2005. Liverpool jafnaði 3-3 eftir að hafa verið 3-0 undir í hálfleik. Liðið vann síðan í vítaspyrnukeppni.

„Við afrekuðum það sem við afrekuðum og það er talað um kraftaverkið í Istanbul. Þetta lið er hins vegar betra," sagði Benítez.

„Við vorum með Stevie (Gerrard) auðvitað og leikmenn með reynslu og gæði eins og Alonso og Hamann. Við vorum með leikmenn sem lögðu hart að sér og við vorum með gott jafnvægi."

„Þetta lið er líka með gott jafnvægi en fremstu þrír mennirnir (Sadio Mane, Roberto Firmino og Mohamed Salah) geta allir gert gæfumuninn. Við vorum kannski með einn mann sem gat gert gæfumuninn en hér eru þeir þrír."

„Ef við tölum um peningaeyðslu þá eyddi ég 20 milljónum punda. Verðgildi liðsins núna er mun hærra."


Lið Liverpool gegn AC Milan: Dudek, Finnan (Hamann 46), Traore, Hyypia, Carragher, Riise, Gerrard, Luis Garcia, Alonso, Kewell (Smicer 23), Baros (Cisse 85).


Athugasemdir
banner
banner
banner