Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. maí 2018 15:34
Magnús Már Einarsson
Cardiff gefur Aroni nokkra daga til að ákveða sig
Aron Einar í leik með Cardiff.
Aron Einar í leik með Cardiff.
Mynd: Getty Images
Cardiff hefur boðið Aroni Einari Gunnarssyni nýjan samning en núverandi samningur hans rennur út í næsta mánuði.

Samkvæmt frétt Wales Online hefur Neil Warnock, stjóri Cardiff, gefið Aroni nokkra daga frest til að ákveða hvort hann skrifi undir eða ekki.

Aron ákvað í vetur að hann myndi fara frá Cardiff ef liðið yrði áfram í Championship deildinni. Cardiff komst hins vegar upp í úrvalsdeildina á dögunum.

Aron sagði þá sjálfur að hann yrði líklega áfram hjá Cardiff.

Í augnablikinu er Aron staddur í Katar þar sem hann er í meðhöndlun vegna meiðslanna sem hann varð fyrir undir lok tímabils. Aron er í kapphlaupi við tímann til að verða klár fyrir HM en Ísland mætir Argentínu í fyrsta leik þann 16. júní.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner