Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 23. maí 2018 18:30
Ingólfur Stefánsson
Carrick segir að Pogba eigi framtíð hjá United
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Michael Carrick segir að miðjumaðurinn Paul Pogba eigi stóra framtíð hjá Manchester United og að hans bestu ár séu framundan.

Pogba gekk til liðs við United frá Juventus fyrir 89 milljónir punda árið 2016 en átti misjafnar frammistöður á tímabilinu sem var að klárast.

Carrick sem verður í nýju hlutverki á Old Trafford sem þjálfari á næsta tímabili hafði engar áhyggjur af framtíð leikmannsins í viðtali við Skysports.

„Auðvitað á hann framtíð hér, hann er mikilvægur fyrir þetta lið og hann er á besta aldri. Þetta er ekki einu sinni eitthvað sem ég þarf að hugsa um."

United endaði tímabilið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar og liðið tapaði úrslitaleik FA bikarsins gegn Chelsea um síðustu helgi.

Carrick segir að titlalaust tímabil hafi ekki verið það sem hann hafi vonast til en segir að nú sé einungis hægt að hugsa um næsta tímabil sem verður mikilvægt.

„Eins og stjórinn sagði fyrir leikinn þá er erfitt að dæma tímabilið út frá einum leik. Við lærum af þessu. Við höfum verið að vinna titla undanfarin ár og við viljum halda því áfram."

„Nú horfum við á framhaldið. Það skiptir ekki máli núna hvort við unnum eða ekki, við horfum á næsta tímabil og það verður að vera stórt fyrir okkur."


Athugasemdir
banner
banner