Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 23. maí 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Cristian Martínez fann fyrir svima - Stefnir á næsta leik
Cristian Martinez.
Cristian Martinez.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Cristian Martínez, markvörður KA, vonast til að verða klár í leik liðsins gegn KR á sunnudag eftir að hafa meiðst á furðulegan hátt í upphitun gegn Keflavík í gær.

Cristian varð að stíga til hliðar eftir leik í gær vegna höfuðmeiðsla.
Cristian meiddist eftir að Daníel Hafsteinsson skallaði boltann í höfuðið á honum.

„Ég var í upphitun með markmannsþjálfaranum (Srdjan Rajkovic) og var að gera mig tilbúinn fyrir fyrirgjöf þegar annar bolti kom í höfuðið á mér," sagði Cristian við Fótbolta.net í dag.

„Eftir það svimaði mig mikið og sjúkraþjálfarinn skoðaði mig. Hann sá að ég var ekki í lagi og að ég gæti ekki spilað."

Cristian er vongóður um að ná leiknum gegn KR á sunnudaginn.„Ég er betri í dag, ég er bara með hausverk. Ég held að ég verði klár í næsta leik en við sjáum hvernig vikan gengur," sagði Cristian.

Aron Elí Gíslason tók stöðu Cristian í gær og varði mark KA í markalausa jafnteflinu gegn Keflavík. Hinn tvítugi Aron byrjaði að æfa sem markvörður í fyrra!
Athugasemdir
banner
banner
banner