Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 23. maí 2018 22:10
Ester Ósk Árnadóttir
Donni: Ég sé fyrir mér að við verðum taplausar út tímabilið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Við vorum ekki nógu góðar í fyrri hálfleik og við vorum lengi að finna taktinn. Í rauninni fundum við ekki taktinn fyrr en í seinni hálfleik, boltinn fór að ganga betur milli manna og við skorum. Ég var mjög ánægður með seinni hálfleikinn eða margt í honum. Heilt yfir ekkert sérstaklega ánægður með leik liðsins en mjög ánægður með að halda hreinu og þrjú góð stig.“ sagði Donni eftir 2 - 0 sigur gegn KR.

Lestu um leikinn: Þór/KA 2 -  0 KR

Lilja Dögg Valþórsdóttir fékk það hlutverk að elta Söndru Mayor allan leikinn. 

„Leikurinn spilaðist bara eins og við bjuggumst við. KR er með mjög skipulagt lið og vörðust á mörgum mönnum. Þær voru með eina sem elti Söndru út um allt. Það var mjög skemmtilegt að sjá, fyndið eiginlega en bara flott hjá þeim. Virkaði reyndar ekki því Sandra skoraði.“

Þór/KA fékk til sín nýjan markmann á dögunum, Johanna Henriksson frá Svíþjóð.

„Við erum kominn með nýjan markmann en Bryndís er ekki endilega hætt. Við þurfum bara aðeins að sjá til hvernig það þróast. Hún er ennþá til taks og það kemur bara í ljós. Hún er ekki formlega hætt í Þór/KA. Það getur vel verið að hún spili næsta leik eða leiki. Það verður bara að koma í ljós.“

Þór/KA er taplaust eftir 4 leiki í deildinni.

„Ég sé það fyrir mér að við verðum taplausar út tímabilið eins og við ætluðum að gera í fyrra. Við förum í næsta leik og ætlum að vinna hann. Svo bara höldum við áfram.“

Viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan. 



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner