Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   mið 23. maí 2018 22:25
Mist Rúnarsdóttir
Elín Metta: Vil alltaf gera betur
Elín Metta skoraði og lagði upp í góðum Valssigri
Elín Metta skoraði og lagði upp í góðum Valssigri
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Mér fannst þetta bara allt í lagi leikur. Mér fannst hann ekkert sérstaklega vel spilaður hjá hvorugu liði. En þetta voru þrjú stig, við héldum hreinu og skoruðum tvö ágætis mörk. Við getum verið ánægð með það,“ sagði Elín Metta Jensen, framherji Vals, eftir 2-0 sigur á nýliðum HK/Víkings.

Lestu um leikinn: Valur 2 -  0 HK/Víkingur

„Mér fannst tempóið svolítið hægt. Ég veit ekki alveg hvað veldur. Maður setur alltaf kröfur á sig og liðið sitt og vill alltaf gera betur. Við hefðum mögulega getað gert eitthvað betur en ég er auðvitað ánægð með þrjú stig,“ svaraði Elín Metta aðspurð um hvað hefði betur mátt fara og hrósaði svo andstæðingunum í HK/Víking sem spiluðu öflugan varnarleik í kvöld.

Valskonur komust upp í 2. sæti með sigrinum, eru með 9 stig af 12 mögulegum, og Elín Metta er nokkuð ánægð með byrjunina og bjartsýn á framhaldið þrátt fyrir tapið gegn Stjörnunni.

„Við erum að safna stigum. Það kom smá bakslag á móti Stjörnunni en við höldum bara ótrauðar áfram og vitum að það er hellingur af stigum í boði,“ sagði Elín Metta meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner