mið 23. maí 2018 23:30
Ingólfur Stefánsson
James Collins á förum frá West Ham
Mynd: Getty Images
James Collins varnarmaður West Ham mun yfirgefa félagið í sumar. Leikmaðurinn segist vera gífurlega sorgmæddur að vera að yfirgefa félagið.

Þessi 34 ára leikmaður er að klára samning sinn hjá félaginu. Honum var tilkynnt það fyrir 10 dögum að það væri ólíklegt að hann fengi nýjan samning.

Nú hefur Manuel Pellegrini nýr stjóri liðsins staðfest þá ákvörðun.

Collins gekk til liðs við West Ham frá Cardiff árið 2005 og var þar í fjögur ár áður en hann fór til Aston Villa. Hann sneri aftur til West Ham árið 2012 þegar félagið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Collins spilaði 214 leiki fyrir West Ham á ferlinum.

As it stands I will be leaving West Ham on June 30th... Heartbroken 💔

A post shared by James Collins (@gingercollins19) on



Athugasemdir
banner
banner