mið 23. maí 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Karius vill ekki setja Salah á sama stall og Ronaldo
Salah hefur átt sturlað tímabil.
Salah hefur átt sturlað tímabil.
Mynd: Getty Images
Loris Karius, markvörður Liverpool, segir að ekki sé hægt að bera Mohamed Salah við Cristiano Ronaldo.

Ronaldo hefur skorað 42 mörk í öllum keppnum á tímabilinu á meðan Salah hefur skorað 44 mörk með Liverpool. Þeir mætast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn.

„Þetta tímabil hefur verið ótrúlegt (hjá Salah). Stærsti munurinn er að Ronaldo hefur gert þetta í svo mörg ár. Það er of snemmt að setja Mo við hið hans," sagði Karius.

„Ég vil ekki taka neitt af Mo. Hann hefur verið í heimsklassa á þessu tímabili. Ronaldo hefur sýnt þetta í mörg ár og til að vera á meðal þeirra bestu þarftu að sanna þig tímabil eftir tímabil."

„Ég vona að hann geti gert það. Ég óska þess að hann geti það. Hann er ennþá mjög ungur og hefur tækifæri til að bæta sig ennþá meira."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner