Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 23. maí 2018 12:51
Magnús Már Einarsson
Lampard tekur ekki við Ipswich
Mynd: Getty Images
Frank Lampard kemur ekki lengur til greina sem nýr stjóri Ipswich Town.

Ipswich er í leit að eftirmanni Mick McCarthy sem hætti í síðasta mánuði.

Lampard fór tvívegis í starfsviðtal hjá Marcus Evans eiganda Ipswich en ekki náðist samkomulag þeirra á milli.

Lampard verður því ekki næsti stjóri Ipswich.

Jack Ross, stjóri St Mirren í Skotlandi, og Paul Hurst stjóri Shrewsbury Town eru líklegastir í starfið núna. Ross er einnig sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Sunderland.
Athugasemdir
banner
banner