mið 23. maí 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Lovren skrifaði á borð að hann ætlaði að verða bestur
Dejan Lovren.
Dejan Lovren.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren, varnarmaður Liverpool, segist alla tíð hafa verið staðráðinn í að ná í fremstu röð.

Lovren er að fara að spila með Liverpool gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn en í aðdraganda leiksins hefur hann sagt sögu frá æsku sinni í Króatíu.

„Þegar ég byrjaði að spila fótbolta skrifaði ég niður. Ég var 12 ára þegar ég skrifaði: 'Einn daginn ætla ég að verða einn besti varnarmaður í heimi," sagði Lovren.

„Ég skrifaði þetta undir borð í íbúðinni sem ég bjó í þar sem ég ólst upp í Króatíu. Þetta var borð sem ég sat við þegar ég var að vinna heimavinnuna í skólanum."

„Það býr fólk ennþá þarna og borðið var hluti af herberginu svo ég vona að það sé ennþá þarna. Ég þarf að fara og kaupa þetta borð aftur,"
sagði Lovren léttur.
Athugasemdir
banner
banner