Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 23. maí 2018 21:18
Ingólfur Stefánsson
Pepsi kvenna: Valur upp í annað sæti - Fyrsti sigur Selfyssinga
Eva Lind skoraði tvö
Eva Lind skoraði tvö
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Elín Metta spilaði vel í kvöld
Elín Metta spilaði vel í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Tveir leikir voru að klárast í Pepsi-deild kvenna. Selfyssingar unnu öruggan sigur á FH á Selfossi.

Eva Lind Elíasdóttir kom Selfossi í 2-0 í fyrri hálfleik. Sophie Maierhofer skoraði þriðja markið á 70. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig.

Guðný Árnadóttir minnkaði muninn fyrir FH á 87. mínútu áður en Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir bætti við fjórða marki Selfyssinga.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Elín Metta Jensen kom Valskonum yfir gegn HK/Víkingi á 35. mínútu leiksins þegar hún skoraði úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.

Crystal Thomas skoraði annað mark Vals í upphafi síðari hálfleiks þegar hún skallaði fyrirgjöf Elínar Mettu í netið og þar við sat.

Í heildina litið sanngjarn sigur Valskvenna en nýliðar HK/Víkings áttu ágæta kafla í kvöld.

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Selfoss 4 - 1 FH
1-0 Eva Lind Elíasdóttir ('9 )
2-0 Eva Lind Elíasdóttir ('37 )
3-0 Sophie Maierhofer ('70 )
3-1 Guðný Árnadóttir ('87 )
4-1 Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir ('90 )


Valur 2 - 0 HK/Víkingur
1-0 Elín Metta Jensen ('35 , víti)
2-0 Crystal Thomas ('53 )


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner