Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 23. maí 2018 18:45
Elvar Geir Magnússon
Rúnar Páll í Svíþjóð - Jón Þór stýrir Stjörnunni í kvöld
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, er í Svíþjóð að taka UEFA PRO þjálfaragráðu. Hann er því ekki á leikskýrslu í kvöld þegar Stjarnan og Fylkir mætast í Pepsi-deildinni.

Það eina sem kemur til greina hjá Stjörnunni í kvöld er sigur. Uppskera liðsins er aðeins þrjú stig eftir fjórar umferðir en þetta er fjórði heimaleikur liðsins.

Jón Þór Hauksson, aðstoðarmaður Rúnars, stýrir Stjörnuliðinu af hliðarlínunni í kvöld. Hann er skráður þjálfari á skýrslu dagsins og honum til aðstoðar eru Fjalar Þorgeirsson og Veigar Páll Gunnarsson. Jón Þór var aðstoðarþjálfari ÍA í fyrra og stýrði liðinu svo á lokakaflanum eftir að Gunnlaugur Jónsson lét af störfum.


Beinar textalýsingar:
19:15 Grindavík - Valur
19:15 Stjarnan - Fylkir
19:15 Breiðablik - Víkingur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner